Heimsglugginn, frumkvöðlaverkefni í Kenía og svefnrannsóknir
Bogi Ágústsson talaði um stöðuna í Mið-Austurlöndum og Ísrael. Þar dró til tíðinda á dögunum þegar næstráðandi Hamas-samtakanna var veginn. Að auki var farið yfir kosningar sem efnt verður til á árinu en kosið verður til þjóðþinga og í æðstu embætti í nokkrum af fjölmennstu ríkjum heims.
Í þónokkur ár hafa íslenskir háskólakennarar hjálpað krökkum í Kenía að hefja háskólanám. Um fjögur þúsund nemendur í fátækrahverfum og flóttamannabúðum hafa nýtt sér sérstakt kennslukerfi í stærðfræði til að búa sig undir nám í háskóla. Þau Gunnar Stefánsson og Anna Helga Jónsdóttir stærðfræðikennarar við Háskóla Íslands sögðu okkur frá.
Og svo fjölluðum við um svefn og svefnrannsóknir. Góður nætursvefn er jú lykill að góðum degi. Erna Sif Arnardóttir hefur stundað og stýrt rannsóknum á svefni um árabil og var á nýársdag sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir þau störf. Hún kom til okkar.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Laufey - Promise.
KK, Sálgæslan Hljómsveit - Batnandi mönnum er best að lifa.
N'Dour, Youssou - Birima.
Nelson, Willie - Georgia on my mind.
Frumflutt
4. jan. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.