Morgunvaktin

Síðasti þáttur 2024

Síðasti dagur ársins er runninn upp. Í kvöld og á morgun flytja þær Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Halla Tómasdóttir forseti áramótaávörp sín til þjóðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þær flytja slík ávörp og í fyrsta sinn sem konur flytja þau bæði. Við glugguðum í fyrstu áramótaávörp fyrri forseta.

Við gerðum upp árið í Þýskalandi með Arthuri Björgvini Bollasyni. Það er óhætt segja miklar sviptingar hafi orðið í stjórnmálunum þar, en það var líka nóg um vera í menningu og íþróttum.

Og árið sem er líða hefur sannarlega verið viðburðaríkt á vettvangi stjórnmálanna hér á landi. Fyrir ári síðan var rætt hvort ríkisstjórnin sem þá sat myndi klára veturinn, og kjörtímabilið. Hún kláraði veturinn, þó breytingar hafi orðið á þegar Katrín Jakobsdóttir hætti sem forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson tók við, en kjörtímabilið styttist í annan endann. ríkisstjórn er nýtekin við völdum og nýr forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, fór yfir árið 2024 og horfði fram á 2025 með okkur í síðasta hluta þáttarins.

Tónlist:

Megan Moroney - What Are You Listening To?

Mairi Campbell - Auld lang syne.

Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius - Líttu sérhvert sólarlag.

Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson - Hvað ertu gera á gamlárs?.

Frumflutt

31. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,