Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, var gestur Morgunvaktarinnar. Hún ræddi um nýja herferð bandalagsins, Blanki, þar sem sjónum er beint að kjörum þeirra verst settu í samfélaginu. Við ræddum líka um stöðu fatlaðs fólks og öryrkja í Grindavík.
Borgþór Arngrímsson sagði frá helstu tíðindum frá Danmörku. Ýmislegt er um að vera í dönskum stjórnmálum.
Í síðasta hluta þáttarins rifjuðum við upp æsku og uppvöxt Johns F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en í dag eru 60 ár frá því að hann var myrtur. Vera Illugadóttir gerði þætti um Kennedy fyrir sex árum síðan, og við lékum brot úr þeim.
Tónlist:
Beatles, The - I am so tired.
Beatles, The - Blackbird.
Beatles, The - Julia.
Beatles, The - While my guitar gently weeps.
Ingmann, Jørgen, Ingmann, Grethe - Dansevise.