Morgunvaktin

Heimsglugginn, áhrif verkfalls lækna og uppbygging á Reykhólum

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Kjör Donalds Trump sem næsta forseta Bandaríkjanna kom auðvitað við sögu, en við ræddum líka stórtíðindi sem bárust í gærkvöldi frá Þýskalandi. Ríkisstjórnin þar er sprungin eftir Scholz kanslari rak Lindner fjármálaráðherra.

Síðar í dag kemur í ljós hvort læknar eru á leiðinni í verkfall eftir rúmar tvær vikur. Verkfall myndi hafa mikil áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana, ekki síst sjúkrahúsa. Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri fór yfir áhrif verkfalls á deildir spítalans.

Við hringdum svo í Reykhólahrepp í síðasta hluta þáttarins. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri þar ræddi við okkur um mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum, þar var líka opna búð í fyrsta sinn í rúmt ár og við töluðum um samgöngumálin á sunnanverðum Vestfjörðum.

Tónlist:

Leonard Cohen - I'm your man.

Leonard Cohen - Hey that's no way to say goodbye.

Leonard Cohen - Everybody knows.

Dead Man's Bones - My Bodys A Zombie For You.

Sif Ragnhildardóttir - Það vaxa blóm á þakinu.

Frumflutt

7. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,