Morgunvaktin

Læknar án landamæra, Berlínarspjall og er kreppa?

Þórður Snær Júlíusson blaðamaður ræddi um tölur um landsframleiðslu en samkvæmt þeim hefur verið samdráttur tvo ársfjórðunga í röð. Þumalputtareglan er þá talað um kreppu, en svo er þetta ekki alveg klippt og skorið. Hann talaði líka um skattlagningu á alþjóðleg fyrirtæki, og um samband milli hagvaxtar og umferðaraukningar.

Kosningarnar í tveimur fylkjum Þýskalands voru aðalumfjöllunarefni í Berlínarspjalli dagsins; stórsigur AfD og slæm útreið stjórnarflokkanna. Við ræddum líka um veðrið í Þýskalandi í sumar, en sumri lauk formlega um helgina.

Í síðasta hluta þáttarins ræddum við við Söndru Bjarnadóttur, sem hefur starfað fyrir Lækna án landamæra undanfarin ár. Hún fór í sumar til Gaza og sagði okkur frá upplifun sinni, störfum og lífinu. Ástandið á Gaza segir hún ólíkt öllu öðru sem hún hefur upplifað, og í raun ekki hægt koma því í orð hversu skelfilegt ástandið sé.

Tónlist:

Jones, Rickie Lee - Wild girl.

Jones, Rickie Lee - The moon is made of gold.

Savanna tríóið, Savanna tríóið - Eiríkur formaður.

Frumflutt

3. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,