Morgunvaktin

Traust, ferðamál og PISA

Síðasti örþáttur Árna Snævarr um Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna fór í loftið í þættinum í dag. Rætt var við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, um yfirlýsinguna.

Traust til stofnana og stjórnmála var til umræðu á Morgunvaktinni í dag. Er fólk hætt treysta stjórnvöldum, og ef svo er, hvað hefur það í för með sér? Viktor Orri Valgarðsson er nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskólann í Southampton og hefur rannsakað traust.

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, sem síðar í dag fær heitið FF7, var með okkur. Meðal þess sem við ræddum var boðað verkfall flugumferðarstjóra og áhrif þess, og áform um hefta heimagistingu.

Niðurstöður PISA könnunarinnar voru áfram til umræðu. Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri og rithöfundur, og Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla, ræddu við okkur.

Umsjón: Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Bee Gees - To love somebody.

Ylja - Dansaðu vindur.

Una Torfadóttir - Stundum.

Frumflutt

8. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,