Morgunvaktin

Rannsóknarnefnd um Súðavíkurflóðið, 100 ár frá hnattflugi og Evrópuspjall

Sérstök rannsóknarnefnd verður skipuð til rannsaka málsatvik í tengslum við snjóflóðið í Súðavík í janúar 1995. Fjórtán létust í flóðinu.

Nefndin hefur eitt ár til verksins. Alþingi samþykkti þetta nýverið. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins lagði rannsóknina til; formaður hennar, Þórunn Sveinbjarnardóttir kom til okkar.

Björn Malmquist fréttamaður í Brussel fjallaði um stjórnmál í Evrópu. Evrópuþingskosningarnar eftir mánuð voru á dagskrá, samstarf Evrópusambandsins og EFTA og Evrópuheimsókn Kínaforseta.

Hundrað ár eru um þessar mundir liðin frá fyrsta hnattfluginu í heiminum. Flugið umhverfis hnöttinn vakti miklar athygli ekki síst hér á landi enda áttu vélarnar hafa viðkomu á Íslandi. Það gerðu þær í ágústbyrjun árið 1924 og var það í fyrsta sinn sem flugvélum var flogið til landsins. Leifur Reynisson sagnfræðingur hefur skoðað sögu hnattflugsins og hann var gestur þáttarins.

Tónlist:

Eivör Pálsdóttir - Remember me.

Lynn, Vera - The white cliffs of Dover.

Vartan, Sylvie - L’amour c’est comme une cigarette.

Stuðmenn, Stuðmenn - Fljúgðu.

Frumflutt

6. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,