Morgunvaktin

Efnahagsmál, Berlínarspjall og rúnir

Þórður Snær Júlíusson blaðamaður fjallaði um nýja samantekt Hagstofunnar á eignum og skuldum landsmanna. Virði eigna okkar er víst nokkuð yfir 12 þúsund milljarðar króna - þá er allt talið og fasteignir vega þyngst - skuldirnar nema rúmum þrjú þúsund milljörðum. Þetta eru samtölur; sumir eiga mjög mikið og aðrir ekki neitt.

Í Berlínarspjalli fjallaði Arthur Björgvin Bollason um stjórnmálin í Þýskalandi, bæði kosningarnar í Brandenburg og forystumál hjá Kristilegum demókrötum. Við spjölluðum líka um bjórhátíðina Oktoberfest sem hófst um helgina.

Við forvitnuðumst um rúnir, þetta aldaforna ritmál. Þórgunnur Snædal rúnafræðingur kann aldeilis á þeim skil, hún hefur rannsakað rúnir í áratugi.

Tónlist:

New York Philharmonic - Anitra's Dance : from Peer Gynt Suite No.1.

Redman, Joshua, Cavassa, Gabrielle - My Heart In San Francisco (Holiday).

Tónlistarhópurinn Umbra - Draumkvæði.

Tónlistarhópurinn Umbra - Meyjarmissir.

Frumflutt

24. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,