Morgunvaktin

Grunnavíkur-Jón, tillögur stjórnlagaráðs um forseta og ferðamál

Já, varðandi forsetaembættið; við skoðuðum stjórnarskrána stuttlega í gær; það sem þar segir um forsetann og hver hugsunin baki sumum ákvæðum var á sínum tíma. Forsetakaflanum hefur ekki breytt frá 1944 og það þótt hann óneitanlega nokkuð óskýr. Hvað ætli stjórnlagaráð sem starfaði 2011 hafi lagt til um embættið? Voru völd forsetans aukin eða minnkuð, í tillögunni? Við skoðuðum málið með Gísla Tryggvasyni lögmanni sem sat í stjórnlagaráði.

Boðað hefur verið til verkfallsaðgerða á Keflavíkurflugvelli frá og með næstu viku, meðal starfsfólks í öryggisleit og við farþegaflutninga. Við spurðum Kristján Sigurjónsson, ritstjóra FF7, um áhrifin af verkföllunum ef af verður. Kristján ræddi líka um ferðavenjur ferðamanna og um ferðaþjónustu í Japan og Sádí-Arabíu.

Og svo er það Jón Grunnvíkingur - eða Grunnavíkur Jón. Hann var merkilegur og mikilvægur fræðimaður og rithöfundur. Hann var uppi á átjándu öld og bjó lengst af í Kaupmannahöfn og vann með Árna Magnússyni. Um Jón og störf hans er starfrækt félagið Góðvinir Grunnavíkur-Jóns. 30 ára afmæli þess verður fagnað á morgun. Pétur Gunnarsson rithöfundur er í hópi Góðavina og hann kom til okkar.

Tónlist:

Magnús Jóhann Ragnarsson, GDRN - Ó, þú.

Waits, Tom - Martha.

Baez, Joan - In my time of need.

Marcels, The - Blue moon.

Electric Light Orchestra - Livin' thing.

Spilverk þjóðanna - Nei sko.

Ástvaldur Traustason - Síðasti vagninn í Sogamýri.

Frumflutt

3. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,