ok

Morgunvaktin

Hamingjan, dýravernd og sígild tónlist

Við töluðum um hamingjuna á eftir. Við erum ein hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýrri könnun. Það hlýtur að segja sitt um aðstæður í landinu og samfélagið sem við eigum hér saman. En hvers virði er hamingjan og hvaðan kemur hún? Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur ræddi það við okkur.

Í 111 ár hefur Dýraverndarsamband Íslands barist fyrir bættri velferð málleysingja, hvort heldur er á heimilum fólks, í fjósum og hænsnahúsum eða náttúrunni. Er velferð dýra tryggð eða þarf stöðugt að gæta að framferði mannsins gagnvart þeim? Við fjölluðum um dýravernd, með Lindu Karen Gunnarsdóttur og Andrési Inga Jónssyni frá Dýraverndarsambandinu.

Og svo var það sígilda tónlistin. Magnús Lyngdal hélt áfram leiðsögn sinni á Morgunvaktinni um tónlistarsöguna.

Du’ Det Dejligste – Rasmus Seebach

Elsker jeg deg? - Anne Grete Preus

Træ - Guðrið Hansdottir

Frumflutt

21. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,