Morgunvaktin

Lífið í landinu og óperukórar

Morgunvaktin sló á þráðinn til Þorgríms Einars Guðbjartssonar, bónda á Erpsstöðum í Dölum og ræddi við hann um heyskapinn í sumar, ferðamenn og jólasveina.

Þá var hringt í Hildi Þórisdóttur á Seyðisfirði, bæjarfulltrúa í Múlaþingi. Spjallað var um Fjarðarheiðina sem oft er ófær í lok nóvember og allt eins líklegt svo verði á kjördag 30. nóvember. Seyðfirðingar bíða enn eftir Fjarðarheiðargöngum. Þá var rætt um fyrirhugað sjókvíaeldi í Seyðisfirði en Hildur segir 75% bæjarbúa andvíg slíku eldi.

Í spjalli um sígilda tónlist fjallaði Magnús Lyngdal um óperukóra og lék brot úr nokkrum kunnum verkum.

Tónlist:

Dagný - Sigfús Halldórsson,

Litla flugan - Sigfús Halldórsson,

Spjallað við bændur - Tómas R. Einarsson,

Sæll og glaður - Tómas R. Einarsson.

Frumflutt

18. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,