Í fyrsta hluta þáttarins var rætt við Ólöfu Hallgrímsdóttur, ferðaþjónustubónda í Mývatnssveit. Talað var við hana þegar óveðrið gekk yfir í síðustu viku en nú er komin sól og blíða og lífið dásamlegt í sveitinni fögru.
Í Heimsglugganum fjallaði Bogi Ágústsson m.a. um úrslit Evrópuþingskosninganna um síðustu helgi, einkum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Þá var fjallað um kosningabaráttuna í Bretlandi og Sunak forsætisráðherra sem í viðtali á dögunum sagði það til marks um lítil fjárráð á æskuheimili hans að ekki hafi verið keypt áskrift að Sky.
Hópur fólks glímir við söfnunarröskun. Um hana er eitt og annað vitað en ekki nóg. Þórður Örn Arnarson, sálfræðingur rannsakar söfnunarröskun í doktorsnámi sínu við Háskóla Íslands. Hann sagði frá.
Söngur er í öndvegi í hátíðarhöldunum vegna 80 afmælis lýðveldisins. Margrét Bóasdóttir, formaður Landssambands blandaðra kóra, kemur að skipulagningu en yfirskriftin er: Sungið með landinu. Hún spjallaði um söng og kóra.
Tónlist:
Slavneskur dans - Yehudin Menuhin,
Train leaves her this morning - The Eagles,
The more I see yur - Elly Vilhjálms og Stórsveit Reykjavíkur,
Fjallið Skjaldbreiður - Karlakór Kjalnesinga,
Einum unni ég manninum - Unglingakór Selfosskirkju.