ok

Morgunvaktin

Heimsgluggi, framkvæmdir fram úr áætlunum og Íslendingasögur á netið

Trump og Úkraína og þau mál öll voru á dagskrá þegar Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann; einnig heimildamynd um námuvinnslu á Grænlandi sem hefur verið tekin úr birtingu hjá danska ríkisútvarpinu.

Stórframkvæmdir eiga til að fara fram úr áætlunum, taka lengri tíma en áætlað var og kosta meira en reiknað var með. Hvernig stendur á því og er hægt að gera betri áætlanir? Við ræddum málið við Þórð Víking Friðgeirsson lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Í síðasta hlutanum forvitnuðumst við svo um áform um að gefa Íslendingasögurnar út á rafrænu formi - Já, Íslendingasögurnar eru á leið á netið. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, sagði okkur frá því.

Tónlist:

Frank Sinatra - That's life.

Frank Sinatra - I've got you under my skin.

Chris Rea - The road to hell.

Kári Egilsson Band - Half-Moon.

Frumflutt

20. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,