Morgunvaktin

Assad-stjórnin fallin, Kvennaathvarfið, Evrópumál og öryggi þjóðar

Eftir margra ára pattstöðu tók það uppreisnarmenn í Sýrlandi aðeins örfáa daga stærstu borgum landsins á sitt band með þeim afleiðingum forsetinn Bashar al-Assad er farinn frá völdum og flúinn til Rússlands. Við heyrðum í Magnúsi Þorkeli Bernharðssyni, prófessor við Williams-háskóla í Bandaríkjunum.

Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, er á lista breska ríkisútvarpsins yfir 100 áhrifamestu konur heims. Við notuðum tækifærið og ræddum við Lindu um Kvennaathvarfið, stöðu mála og framtíðina, en samtökin byggja nýtt athvarf, sem vonast er til verði tekið í gagnið árið 2026.

Við fórum svo víða um Evrópu með Birni Malmquist fréttamanni í Brussel. Við heyrðum meðal annars um kosningar í Rúmeníu, nýjan og stóran fríverslunarsamning Evrópusambandsins við ríki í Suður-Ameríku, og viðbrögð Evrópuleiðtoga við tíðindunum í Sýrlandi.

Í síðasta hluta þáttarins var svo tíundi og síðasti þáttur Sóleyjar Kaldar um Öryggi þjóðar á dagskránni. Sóley fjallaði um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu í nútíð og framtíð, Atlantshafsbandalagið og yfirstandandi átök í heiminum.

Tónlist:

Ragnheiður Gröndal - Gleði og friðarjól.

Frumflutt

9. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,