Morgunvaktin

Valdaskipti af ýmsum toga

Forsetakosningar verða í Bandaríkjunum 5. nóvember og forkosningar Repúblikana hófust í Iowa-ríki í fyrradag. Það fór eins og spáð var, Trump vann yfirburðasigur. Við fjölluðum um forvalið og stjórnmál í Bandaríkjunum með Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Friðrik tíundi hefur ríkt í Danmörku í þrjá daga. Borgþór Arngrímsson fór yfir látlaus valdaskiptin í Danmörku og sitthvað fleira í spjalli um dönsk málefni.

Valdaskipti af öðrum toga voru svo til umfjöllunar. Einar Þorsteinsson varð í gær borgarstjóri í Reykjavík, en hann er 22. borgarstjóri höfuðborgarinnar. Við fórum stuttlega yfir sögu borgarstjóra.

Tónlist:

Kitt, Eartha - Let's do it.

Joel, Billy - New York state of mind.

Sinatra, Frank - Strangers in the night.

Björgvin Halldórsson, Egill Ólafsson - Við Reykjavíkurtjörn.

Frumflutt

17. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,