Morgunvaktin

Fjármálaáætlun, Kant og siðfræði lífs og dauða

Fyrri umræðu um fjármálaáætlun fyrir næstu fimm árin lauk á Alþingi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Við fórum ítarlega yfir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í spjalli við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Heimildarinnar.

Í gær voru liðin 300 ár frá fæðingu eins merkasta hugsuðar seinni alda á Vesturlöndum, Immanuels Kant, og Þjóðverjar minntust þeirra tímamóta með margvíslegum hætti. Arthur Björgvin Bollason sagði okkur frá Kant og hátíðahöldunum í Berlínarspjalli. Hann sagði líka frá heimsókn Þýskalandsforseta til Tyrklands, en öld er síðan ríkin tóku upp stjórnmálasamband.

Vilhjálmur Árnason, prófessor emeritus í heimspeki, var svo síðasti gestur þáttarins. Bók hans, Siðfræði lífs og dauða, kom út á dögunum í þriðju útgáfu og á morgun verður efnt til opins málþings um bókina.

Tónlist:

Nafnlaus hljómsveit - They say it's wonderful.

Vold, Jan Erik - Et nytt møte.

Frumflutt

23. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,