Morgunvaktin

Trump, Berlínarspjall og umhverfismál í stjórnarsáttmála

Við töluðum um Donald Trump. Það eru tvær vikur þar til hann verður settur í embætti forseta Bandaríkjannna - öðru sinni. Trump hefur gefið út sverar yfirlýsingar um áform sín næstu fjögur árin og við veltum fyrir okkur hvers vænta fyrir Bandaríkin og heiminn allan með hann í Hvíta húsinu. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði ræddi við okkur.

Helstu ráðamenn Þýskalands eru töluvert hófstilltari í yfirlýsingum en Donald Trump. Í Berlínarspjalli sagði Arthur Björgvin Bollason okkur frá inntakinu í áramótaávarpi Scholz kanslara og jólaávarpi Steinmeiers forseta.

Við blöðuðum aðeins í stjórnarsáttmálanum; stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Við staðnæmdumst við það sem þar er skjalfest um umhverfis- og loftlagsmál. Hjá okkur var formaður Landverndar; Þorgerður María Þorbjarnardóttir.

Tónlist:

Holiday, Billie - Good morning heartache.

John, Elton - Don't let the sun go down on me.

Frumflutt

7. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,