Morgunvaktin

Verðbólga, Berlínarspjall og hvenær fer að gjósa?

Þórður Snær Júlíusson var með okkur í þættinum. Við spjölluðum um fyrirtækið Alvotech en rekstur þess virðist kominn á rétt ról eftir skrykkjótt gengi misserum saman. Við ræddum líka vexti og verðbólgu en á morgun er vaxtaákvörðunardagur, fyrsti síðan snemma í maí. Og matvörumarkaðurinn; hann var líka á dagskrá; er líklegt nýja verslunin Prís hafi þau áhrif vöruverð lækki í öðrum búðum? Við veltum því fyrir okkur.

Í Berlínarspjalli fór Arthúr Björgvin Bollason með okkur í svolítið ferðalag um Brandenburg, fylkið sem umlykur þýsku höfuðborgina en er á allan hátt afar ólíkt Berlín. Hann fjallaði líka um merkan áfanga á farsælum ferli Ólafs Kjartans Sigurðarsonar söngvara.

Jarðvísindamenn, sumir allavega, furða sig á ekki tekið gjósa við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga. Fyrir tveimur vikum var búist við gosi innan örfárra sólarhringa. Hvað er á seyði þarna í kvikuhólfunum? Við ræddum við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing.

Tónlist:

Taylor, James - Montana.

Ólafur Kjartan Sigurðarson - Smiðjukofinn.

Ekdahl, Lisa - jakt efter solen.

Una Stefánsdóttir, Stefán S. Stefánsson - Vorlauf.

Frumflutt

20. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,