Morgunvaktin

Málefni barna mættu vera meira áberandi

Fimmtán dagar eru til kosninga. Við ræddum málefni barna við Salvöru Nordal, umboðsmann Alþingis, og spurðum hvað er brýnast stjórnmálin geri fyrir börn. Hún segir þessi mál mættu vera meira áberandi í kosningabaráttunni.

Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur kom til okkar. Við ræddum um veðrið úti í geimi, og um James Webb sjónaukann.

Í síðasta hluta þáttarins kom Magnús Lyngdal til okkar með sígilda tónlist í farteskinu. Hann leyfði okkur heyra brot úr verkum sem í eru einstaklega fallegar laglínur.

Tónlist:

Eyjólfur Eyjólfsson, Björk Níelsdóttir, Gadus morhua, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir - Hvað er svo glatt.

Lyman, Arthur - Good morning starshine.

Frumflutt

15. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,