Morgunvaktin

Skólastarf, kirkjutónlist og Íslendingasögurnar fyrir börn

Skólastarf er hafið á eftir sumarfrí; nemendum öllum vonandi til ánægju og gleði. og kennurunum líka. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ er með yngstu framhaldsskólum landsins, fimmtán ár eru síðan hann tók til starfa. Skólameistarinn, Valgarð Már Jakobsson, kom til okkar og spjallaði um menntamálin vítt og breitt og lífið í fmos, eins og skólinn er stundum kallaður.

Kirkjudagar standa yfir. Hæst ber biskupsvígslan á sunnudaginn, Guðrún Karls Helgudóttir verður þá vígð til embættis. Á föstudaginn verður hins vegar heiðursviðurkenningin Liljan veitt. Og hana hlýtur þessu sinni fólk sem hefur sungið í 30 ár eða lengur í kirkjukór. Og það er dágóður hópur. Á eftir verður svo sungið. Þau Guðný Einarsdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, og Bergvin Þórðarson kórsöngvari voru gestir Morgunvaktarinnar.

Varst þú til þegar sagan þín gerðist? því spyr Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur í erindi um miðaldabókmenntir og börn á Kakalaþingi á laugardag. Hún hefur endursagt Íslendingasögurnar fyrir krakka í einum sex bókum og þannig kynnt menningararfinn fyrir yngstu lesendunum. Brynhildur ræddi við okkur.

Tónlist:

Kvartettinn Fjórir félagar, Páll Kr. Pálsson - Kötukvæði.

Steindór Hjörleifsson - Ágústkvöld.

Gunnar Gunnarsson Píanóleikari - Óskalagið.

Kirkjukór Akraness - Ég beið þín heima um helgi.

Gunnar Gunnarsson Píanóleikari - As time goes by.

Frumflutt

28. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,