ok

Morgunvaktin

Stjórnarskrárkreppa í Bandaríkjunum, Kafka og ástarlög

Lögspekingar vestan hafs telja að þar sé stjórnarskrárkreppa - eða slík yfirvofandi. Ástæðan er framferði Donalds Trump og stjórnar hans í fjölmörgum málum, þar sem hann hefur farið framhjá þinginu, hunsað dómstóla og tekið ákvarðanir sem eru ekki á valdi forsetans að taka. Kári Hólmar Ragnarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, fór yfir þetta.

Á níunda tímanum voru listir og menning á dagskrá. Fyrst Franz Kafka, Ástráður Eysteinsson, bókmenntafræðingur og þýðandi, sagði okkur frá rithöfundinum og verkum hans.

Og svo lékum við ástarlög í tilefni af degi elskenda. Söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir valdi nokkur lög að leika og sagði okkur frá þeim.

Tónlist:

Viðar Alfreðsson og Litla djassbandið - For once in my life.

Carpenters - Superstar.

Eva Cassidy - Over the rainbow.

Ed Sheeran - Perfect.

Whitney Houston - Greatest love of all.

Frumflutt

14. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,