Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Á efnisskránni var áframhaldandi umfjöllun um réttarfarshneykslið sem kennt er við bresku póstþjónusta. Fleira breskt var rætt sem og yfirlit yfir kosningar í heiminum á næstunni.
Kosið var til þings í Hollandi í nóvember en enn hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn. Flokkur Geert Wilders hlaut næstum fjórðung atkvæða en það flækir málin að fáum hugnast samstarf við hann. Við slógum á þráðinn til Edwards Hujibens, háskólakennara í Hollandi, spurðum fregna úr stjórnmálunum.
Og svo voru það kjaraviðræður; ekki þær sem nú standa og þær sem í hönd fara, heldur kjaraviðræður og samningaviðræður almennt. Það er kúnst að semja og sjálfsagt hefur vant samningafólk tileinkað sér tiltekin vinnubrögð - þetta nær líka til atferlis og framkomu. Aldís G. Sigurðardóttir, forstöðumaður hjá Háskólanum í Reykjavík, er sérfróð um samningatækni, hún spjallaði vítt og breitt um fræðin.
Ellen Kristjánsdóttir, Ragnar Bjarnason - Kenndu mér að kyssa rétt.
Campbell, Glen - Rhinestone cowboy.
Frumflutt
18. jan. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.