Við ætlum í dag að fjalla um nýja greiningu á íslensku samfélagi. Niðurstöðurnar sýna að mikill munur er á trausti gagnvart ráðamönnum eftir fjárhagsstöðu. Eignafólk treystir stjórnvöldum en annað fólk síður. Og efnaðir telja ójöfnuð síður vera vandamál í samfélaginu. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði, sagði okkur frá þessari greiningu.
Við fjölluðum líka um væntanlega Evrópusambandsaðild Úkraínu og Moldóvu en sem kunnugt er samþykkti leiðtogaráð ESB fyrir helgi að bjóða ríkjunum til aðildarviðræðna. Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, fór yfir ferlið sem fram undan er. Hann sagði líka frá stjórnmálaástandinu í Serbíu, þar sem kosið var um helgina.
Svo sögðum við frá kaupkonu nokkurri sem rak verslun við Laugaveginn í Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar, Kristínu J. Hagbarð. Hún fullyrti í auglýsingum að hún byði upp á besta skorna neftóbakið í bænum.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Mancini, Henry and his orchestra - As time goes by.
Rea, Chris - Driving home for Christmas.
Rolling Stones, The - Dead flowers.
Guðmundur Jónsson Söngvari - Jólainnkaupin.