ok

Morgunvaktin

Heimsglugginn, utankjörfundaratkvæðagreiðsla og krakkafréttir

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Stjórnmál voru til umfjöllunar, annars vegar í Svíþjóð þar sem Svíþjóðardemókratar virðast hafa stundað skipulagt og umfangsmikið netníð - og hins vegar í Katalóníu á Spáni þar sem flokkar aðskilnaðarsinna fengu skell í þingkosningum á dögunum og virðist sem sjálfstæðisdraumar þar séu úr sögunni - í bili amk. Bogi ræddi við Jóhann Hlíðar Harðarson á Spáni um þau mál.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir forsetakosningarnar hefur nú staðið yfir um hríð. Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar fór yfir það með okkur hvar og hvenær hægt er að kjósa hér innan lands; en ekki síður hvernig fólk í útlöndum ber sig að; og þá sérstaklega fólk sem býr fjarri sendiráðum og skrifstofum ræðismanna.

Eins og við sögðum frá á þriðjudaginn voru Krakkafréttirnar okkar í Sjónvarpinu verðlaunaðar á dögunum fyrir bestu krakkafrétt síðasta árs meðal stöðva í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva. Við notuðum tilefnið og fjölluðum um krakkafréttir; um skrif og miðlun frétta fyrir krakka; þetta er auðvitað vandmeðfarið í heimi sem er uppfullur af stríðsátökum og öðrum hörmungum. Karitas M. Bjarkadóttir krakkafréttastjóri kom til okkar.

Tónlist:

Eyjólfur Kristjánsson - Stund milli stríða.

Redman, Joshua - Baltimore.

Eyjólfur Kristjánsson - Gott.

Frumflutt

16. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,