Morgunvaktin

Málefni barna, Evrópumál og góð ráð í haustbyrjun

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, var fyrsti gestur Morgunvaktarinnar. Hún ræddi um samgöngumál og uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Hún talaði líka um málefni barna, en hún sat í hópi sem fjallaði um þjónustu við börn með fjölþættan vanda og sagði okkur frá því sem lagt var til þar.

Björn Malmquist var með okkur nýju og ræddi Evrópumál. Meðal þess sem var til umræðu voru stjórnmál í Frakklandi, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu gagnvart Kína og Bandaríkjunum.

Jónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafi við Háskóla Íslands, kom svo í þáttinn með góð ráð fyrir skólafólk á öllum aldri.

Tónlist:

Mugison, Bubbi Morthens - Þorpið.

Jóhann Helgason Tónlistarmaður, Magnús Þór Sigmundsson, Magnús og Jóhann - Sail on.

Jóhann Helgason Tónlistarmaður, Magnús Þór Sigmundsson, Magnús og Jóhann - Álfar.

Jóhann Helgason Tónlistarmaður, Magnús og Jóhann, Magnús Þór Sigmundsson - Blue jean queen.

Frumflutt

9. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,