Morgunvaktin

Ánægja með aðgerðir en óvissan alltumlykjandi

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, spjallaði um efnahag og samfélag á Morgunvaktinni í dag. Málefni Grindavíkur verða rædd, sem og húsaleigumarkaðurinn, kjaraviðræðurnar og hlutabréf.

Ólga er í Þýskalandi. Öfgum í stjórnmálum er mótmælt, einkum útlendingaandúð. Verkalýðshreyfingin, kirkjan og fleiri hafa sameinast í andófinu og krafist er aðgerða stjórnvalda til stemma stigu við ástandinu; óttast er hryllingur fyrri tíma kunni endurtaka sig. Arthúr Björgvin Bollason fór yfir þessi mál í Berlínarspjalli.

Í síðasta hluta þáttarins var Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gestur okkar. Við ræddum um málefni Grindvíkinga; um aðgerðirnar sem ríkisstjórnin tilkynnti um í gær og mögulegar útfærslur á þeim.

Tónlist:

Diamond, Neil - Ain't no sunshine.

Sigrún Hjálmtýsdóttir - Valdi skafari.

Sigrún Hjálmtýsdóttir - Landsíma-Lína.

Kaufmann, Jonas - Con te partiró.

Beatles, The - Here comes the sun.

Frumflutt

23. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,