Morgunvaktin

Ný á Alþingi, pólitík í Evrópu og öryggi þjóðar.

Þrír nýkjörnir Alþingismenn voru gestir klukkan hálfa átta. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, var kjörin á þing fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi, Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, er nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður og Sigurður Helgi Pálmason, safnamaður og þáttastjórnandi, náði kjöri fyrir Flokk fólksins í Suðurkjördæmi.

Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, fór yfir kosningaúrslit í Írlandi og Rúmeníu, hann sagði frá spennu í stjórnmálunum í Frakklandi og heimsókn forystufólks í Evrópusambandinu til Úkraínu.

Fluttur var níundi hluti þáttaraðar Sóleyjar Kaldal um öryggismál.

Tónlist:

Braggablús - Mannakorn,

Kóngur einn dag - Magnús Eiríksson og KK,

Það er svo skrítið - Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Frumflutt

2. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,