Morgunvaktin

Kjarasamningar, tímamót í Danmörku og orð ársins

Stóra málið fram undan í þjóðlífinu eru kjarasamningarnir sem vonir standa til, um náist þjóðarsátt og til verði þjóðarsáttarsamningarnir hinir seinni. Ágætt hljóð er í forystufólki atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnin ætlar leggja sitt af mörkum. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari fylgist grannt með gangi mála - hann hefur ekki þurft beita sér ráði og þarf vonandi ekki; en hann var gestur Morgunvaktarinnar í dag.

Tímamót verða í Danmörku um miðjan mánuðinn - aldeilis - þegar 52 ára drottningartíð Margrétar Þórhildar lýkur. Um fátt annað hafa Danir rætt síðan á gamlársdag þegar drottning upplýsti hún ætli a sala sér krúnunni. Borgþór Arngrímsson fjallaði um Margréti Þórhildi og Friðrik son hennar, verðandi konung.

Vera Illugadóttir vdr svo með okkur í síðasta hluta þáttarins og sagði okkur frá orði ársins hér og þar í heiminum. Þau gefa - eða geta gefið - einhverja hugmynd um hvað helst gekk á í viðkomandi ríki á nýliðnu ári.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Kom igen - Kim Larsen

Seeger, Pete - Turn! turn! turn! (to everything there is a season).

Franklin, Aretha - I say a little prayer.

Kalde dem for du - Malte Ebert

GDRN - Parísarhjól.

Frumflutt

3. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,