Morgunvaktin

Þurfum að kortleggja allt Reykjanesið betur

Við fjölluðum um Grindavík í dag, um gosið á sunnudag og ástand mála í jörðu niðri - hjá okkur var Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Við töluðum líka um aðgerðir sem gripið hefur verið til í öðrum löndum þar sem jarðskjálftar eða eldgos hafa ógnað byggð og íbúum og sambúð okkar við náttúruöflin.

Í ár eru 80 ár frá lýðveldisstofnun. Stóri dagurinn er auðvitað 17. júní. Tímamótunum verður fagnað með ýmsum hætti og á dögunum var kynnt samkeppni um kórlag við “Ávarp fjallkonunnar 2015” eftir Þórarin Eldjárn. “Lagið skal auðsungið með hæfilega víðu tónsviði og ekki mikil frávik milli erinda, og það skalt henta bæði til kórsöngs og almenns söngs,” segir í lýsingu. Þórarinn Eldjárn spjallaði við okkur um Ávarpið og samkeppnina og ættjarðarlög.

Og svo voru það ferðamálin; Umferð jókst mest um Keflavíkurflugvöll af öllum flugvöllum á Norðurlöndum á síðasta ári miðað við árið á undan. Og enn mun farþegum sem um völlinn fara fjölga ef spár ganga eftir. Yfir þetta og fleira fór Kristján Sigurjónsson, ritstjóri FF7.

Tónlist:

Vilhjálmur Vilhjálmsson - Einni þér ann ég.

Ágústa Eva Erlendsdóttir, Magni Ásgeirsson, Magni og Ágústa Eva - Þar til storminn hefur lægt.

Gísli Kjaran Kristjánsson - Góðan dag - Morgunvaktin - Upphaf.

Moses Hightower - Lyftutónlist.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð - Hver á sér fegra föðurland.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð - Hava nagila.

Frumflutt

19. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,