Morgunvaktin

Fjárhagur stjórnmálaflokka, þýsk málefni og álag á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Í spjalli um efnahag og samfélag fór Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar m.a. yfir fjármál stjórnmálaflokkanna en þeir hafa flestir skilað ársreikningum til Ríkisendurskoðunar og hún birt.

Arthur Björgvin Bollason sagði frá nýstofnuðum stjórnmálaflokki í Þýskalandi, mótmælum bænda vegna afnáms ívilnana og hljóðfæri ársins í Þýskalandi sem er túba. Þá fjallaði hann um knattspyrnusnillinginn Franz Beckenbauer sem lést í gær.

Mikið álag hefur verið á starfsfólki Sjúkrahússins á Akureyri undanförnu vegna mikilla veikinda. Inflúensa, covid og RS-vírus ganga. Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAK, sagði frá.

Tónlist:

Laughing at life - Billie Holiday,

Stars fell on Alabama - Billie Holiday,

The Spirit - Pops Mohamed,

Tuba jazz solo - Andrey Bykov.

Frumflutt

9. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,