Morgunvaktin

1891 mátti hýða börn fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur

Ársfundur Árnastofnunar er í dag. Steinþór Steingrímsson rannsóknalektor fjallar þar um notkun gervigreindar hjá stofnuninni. Hann sagði stuttlega frá í símaspjalli.

Í Heimsglugganum fjallaði Bogi Ágústsson meðal annars um endurskoðun Svisslendinga á hlutleysisstefnu ríkisins, nýjan utanríkisráðherra Svíþjóðar og umræðum í breska þinginu í gær. Þá sagði hann frá bandarískum sagnfræðingi sem hefur spáð rétt fyrir um úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum í 40 ár, utan einu sinni.

Lögreglusamþykkt Reykjavíkur er til endurskoðunar, einkum vegna tíðra hnífaárása. Skýrt er fjallað um meðferð skotvopna í samþykktinni en ekki minnst á hnífa. Því vill borgarstjóri breyta. Af þessu tilefni var blaðað í gömlum og nýjum lögreglusamþykktum.

Út er komin skýrsla um þjóðgarða á Vestfjörðum. Höfundurinn, Hjörleifur Finnsson, starfsmaður Vestfjarðastofu, sagði frá ágæti þjóðgarða á byggðaþróun og þeim möguleikum sem varpað er fram í skýrslunni.

Tónlist:

Litli tónlistarmaðurinn - Sinfóníuhljómsv. Ísl. og Ragnheiður Gröndal,

Draumur fangans - Erla Þorsteinsdóttir,

Innertrio - Jan Johansson,

Í faðmi fjallanna - Helgi Björnsson,

Frostrósir - Haukur Morthens.

Frumflutt

12. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,