Morgunvaktin

Heimsgluggi, Strandarkirkja og stjórnarsáttmálar

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann í síðasta sinn á þessu ári. Hann ræddi um stjórnmál í Skandinavíu, einkum í Noregi, og svo var rætt um jólatónlist.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, kom svo til okkar og ræddi um Strandarkirkju og áheit á hana í gegnum tíðina. Kirkjan á sér langa og merka sögu, eða kirkjurnar öllu heldur, því þær hafa staðið þar nokkrar.

Í síðasta hluta þáttarins var farið yfir stjórnarsáttmála ríkisstjórna allt aftur á níunda áratug síðustu aldar. Þar kennir ýmissa grasa.

Tónlist:

Leroy Anderson - Sleigh Ride.

The Pogues - A fairytale of New York.

Joni Mitchell - River.

Frumflutt

19. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,