Morgunvaktin

Þakið á Landakotskirkju, sjálfsævisaga Merkel og byggðamál

Fyrstu viðmælendur voru Alma Sigurðardóttir, formaður Icomos, og Snædís Traustadóttir húsasmíðameistari. Þær sögðu frá nýafstaðinni endurnýjun á þaki Landakotskirkju. Mikið mál var skipta um steinskífurnar sem prýða þakið, það er snarbratt og skífurnar þungar.

Í Berlínarspjalli sagði Arthur Björgvin Bollason frá sjálfsævisögu Angelu Merkel, fyrrverandi Þýskalandslandskanslara sem kom í verslanir í dag. Í henni segir Angela m.a. frá uppvextinum og árunum sextán í kanslaraembættinu.

Byggðamál í kosningabaráttunni voru rædd í síðasta hluta þáttarins. Þóroddur Bjarnason prófessor fór yfir meginlínur flokkanna í málafloknum.

Tónlist:

Leiðin okkar allra - Hjálmar,

Gegnum holt og hæðir - Þursaflokkurinn.

Frumflutt

26. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,