Fyrsti gestur þáttarins var Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri. Hún sagði frá aðkomu Orkustofnunar að málum tengdum jarðhræringunum á Reykjanesskaga og talaði um fyrirhugaða breytingu á lögum um orkumál þar sem kveða á um forgang fólks að orku í orkuskorti fram yfir fyrirtæki.
Valgerður María Guðjónsdóttir var meðal þeirra Grindvíkinga sem yfirgefa þurftu heimili sín í skyndi að kvöldi föstudagsins 10. nóvember. Valgerður, sem er 95 ára, býr á dvalarheimilinu Víðihlíð en hefur dvalið á Grund síðustu tvær vikur. Ingibjörg Reynisdóttir fór til Grindavíkur fyrir 30 árum til að vinna þar í fjórar til sex vikur. Hún býr enn í bænum. Rætt var við Valgerði og Ingibjörgu.
Ólafur Dýrmundsson búvísindamaður hefur skrifað sögu sauðfjárbúskapar í Reykjavík. Hann hefur líka haldið kindur í höfuðborginni frá 1957. Ólafur sagði sögur af kindum og mönnum.
Tónlist:
Stína, ó Stína - Haukur Morthens,
Secret garden - Bruce Springsteen,
All shook up - Elvis Presley.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Eyrún Magnúsdóttir.
Frumflutt
24. nóv. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.