Morgunvaktin

Fjármálaráðherra um málefni Grindvíkinga

Í spjalli um efnahag og samfélag fór Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar m.a. yfir fjárhagshlið skemmda á húsum og öðrum mannvirkjum í Grindavík. Hann ræddi líka um yfirstandandi kjaraviðræður sem virðast ganga vel en gildandi samningar renna út um mánaðamót.

Á dögunum var upplýst á fundi sem nýnasistar og félagar í AfD flokknum sátu í nóvember voru ræddar hugmyndir um vísa öllum innflytjendum í Þýskalandi úr landi. Við þessu var brugðist, m.a. með fjölmennum útifundum og umræðum um hvort vert banna starfsemi AfD. Arthur Björgvin Bollason sagði frá í Berlínarspjalli. Ástir borgarstjórans í Berlín og menntamálaráðherra voru einnig til umfjöllunar og aðdáun Þjóðverja á Alfreð Gíslasyni, þjálfara þýska handboltalandsliðsins.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra ræddi um stöðu Grindvíkinga, einkum húsnæðismál. Hún sagði margt í skoðun sem skýrast muni fljótlega en hafa þurfi náið samráð við heimamenn um ákvarðanir.

Tónlist:

I concentrate on you - Ella Fitzgerald,

Prende la vela - Rudi Calzado,

Gone, gone, gone - Miles Davis.

Frumflutt

16. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,