Morgunvaktin

Vondir vegir í Dölunum, lagarannsóknir, stöðug framför íþróttafólks og Biblíukviss

Margir vegir í Dalabyggð eru illa farnir og þarfnast viðhalds. Sama segja um vegi um allt land. Í því ljósi undrast Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, þá miklu áherslu sem stjórnvöld leggja á samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Hann ræddi málið.

Á dögunum hlaut Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í refsirétti við Háskóla Íslands, norrænu lögfræðiverðlaunin fyrir rannsóknir sínar. Þær snúa einkum kynferðisbrotum gegn konum og börnum og réttarreglum um refsivernd umhverfisins. Ragnheiður sagði frá rannsóknum sínum.

Oft á ári eru sett heimsmet í fjölmörgum íþróttagreinum. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, íþróttafræðingur og -lýsandi, telur áfram geti íþróttamenn bætt sig með betri æfingum, mataræði og andlegri þjálfun auk þess sem ýmiss búnaður verður sífellt betri. Metin munu því áfram falla.

Á nýafstöðnum Kirkjudögum efndu prestarnir Sigurður Már Hannesson og Pétur Ragnhildarson til Biblíukviss. Þátttakendur skiptu sér í tveggja eða þriggja manna lið og glímdu við spurningar sem voru úr eða tengdar Biblíunni. Sigurður Már og Pétur sögðu flesta hafa staðið sig mjög vel og báru upp nokkrar spurninganna.

Tónlist:

Eiríkur formaður - Steindór Andersen,

My sleepless nights in June - Ingi Bjarni Trio.

Frumflutt

2. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,