Morgunvaktin

Fjármál sveitarfélaga, Berlínarspjall og Hvalfjarðargöng

Afkoma sveitarfélaganna á síðasta ári var misjöfn eins og gengur. Staða þeirra heilt yfir er líka misjöfn. Lykiltölurnar eru margar og umsvifin og áherslurnar af ólíku tagi. Við sökktum okkur ofan í ársreikninga sveitarfélaganna í höfuðborgarsvæðinu með Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Heimildarinnar, og reyndum gera okkur grein fyrir hvar gefur á bátinn og hvar allt er í grænum sjó.

Óhug hefur sett mörgum í Þýskalandi eftir ráðist var á tvo frambjóðendur til Evrópuþingsins í borginni Dresden á föstudagskvöld. Talið er nýnasistar hafi verið verki. Ofbeldisverkunum hefur verið mótmælt bæði í Dresden og Berlín, og ráðamenn hafa fordæmt árásirnar. Arthur Björgvin Bollason sagði frá þessu og fleiru í Berlínarspjalli.

Í gærmorgun spjölluðum við stuttlega um Ermarsundsgöngin; 30 ár voru þá frá vígslu þeirra. Framkvæmdin var umfangsmikil enda göngin 50 kílómetra löng. Tveimur árum eftir vígsluna ytra var byrjað grafa Hvalfjarðargöng. Þau eru töluvert styttri en göngin undir Ermarsundið en þetta var heilmikið dæmi á íslenskan mælikvarða. Við rifjuðum þá sögu upp með Gísla Gíslasyni sem þá var stjórnarformaður Spalar.

Tónlist:

Williams, John, Laine, Cleo - Killing me softly with John Williams.

Heath, Percy, Lewis, John, Modern Jazz Quartet, The, Kay, Connie, Jackson, Milt - Softly as in a morning sunrise.

Gísli Kjaran Kristjánsson - Góðan dag - Morgunvaktin - Upphaf.

Diddi og Reynir, Sigurður Hallmarsson, Reynir Jónasson - Skottish.

Frumflutt

7. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,