Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, var fyrsti gestur þáttarins. Spjallað var um málefni Grindavíkur og Grindvíkinga vítt og breitt; um aðgerðir sem gripið hefur verið til, ástand mála, verkefni bæjarstjórnar og framtíðina.
Björn Malmquist fréttamaður talaði frá Tallin. Fulltrúar tíu ríkja ræða um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum í eistnesku höfuðborginni í dag og á morgun. Björn heimsótti í gær borgina Narva sem er austast í Eistlandi, alveg við landamærin að Rússlandi. Hann sagði frá lífinu þar og spjallaði við landamæravörð.
Lesin var grein Jónasar frá Hriflu sem birtist í Alþýðublaðinu í desember 1954. Jónas fann námsefni því sem ungmennir voru skyldug til að læra allt til foráttu; sagði það erfitt og gagnslaust og gera að verkum að krökkunum leiddist í skólanum og leiddust út í drykkju og lestur glæpasagna (mátti ekki á milli sjá hvort honum þótti verra).
Tónlist:
Baujuvaktin - Smárakvartettinn,
Fossarnir - Smára kvartettinn,
Hús númer eitt - Una Stefánsdóttir og Stefán S. Stefánsson,
Isn't this a lovely day - Louis Armstrong og Ella Fitzgerald,
Cheek to cheek - Louis Armstrong og Ella Fitzgerald.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-12-16
Una Stefánsdóttir, Stefán S. Stefánsson - Hús númer eitt.
Armstrong, Louis, Fitzgerald, Ella - Isn't this a lovely day.
Armstrong, Louis, Fitzgerald, Ella - Cheek to cheek.