Morgunvaktin

Tímamót fyrir ME sjúklinga, sveitaball í minningu Hreins Friðfinnssonar og andanum lyft

Yfirþyrmandi þreyta er eitt helsta einkenni ME sjúkdómsins; það er krónískur taugasjúkdómur sem margir þjást af. Í dag verður sett á fót þekkingar- og ráðgjafarmiðstöð um ME og langvarandi eftirstöðvar Covid-19, hún verður á Akureyri og mun starfa undir heitinu Akureyrarklíníkin. Eyrún Sigrúnardóttir er formaður ME- félagsins á Íslandi, og hún sagði okkur frá lífinu með sjúkdómnum og baráttunni fyrir viðurkenningu.

Á laugardagskvöld verður haldið sveitaball á Skarðsströnd. Það er haldið í minningu Hreins Friðfinnssonar myndlistarmanns sem lést fyrr á árinu. Þar verður nikkan þanin, dansinn stiginn og kannski sopið af fleygum. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum, sagði okkur frá því og fleiru.

Svo lyftum við andanum, eins og við köllum það, með Magnúsi Lyngdal. Hann fræddi okkur um sígilda tónlist næstu vikur, líkt og hann gerði í vor. Í dag var til umfjöllunar laglína sem fyrst var leikin á fimmtándu öld og mörg tónskáld hafa notað í verkum sínum síðan.

Tónlist:

Rebekka Blöndal og Moses Hightower - Hvað þú vilt.

Stína Ágústsdóttir Tríó - After the rain.

Raknhamínov - Stef eftir Corelli

La Sfera Armoniosa - Folias

Jordi Savall - Folias (A 3) Echa Para Mi

Jordi Savall - Marais: Improvisations sur le folies

Jan Johansson - Sinclairvisan (La Folia)

Apollo's Fire - La Folia - Madness.

Frumflutt

16. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,