Morgunvaktin

Japönsk stjórnmál, íslenskir Græningjar og þegar Þórbergur móðgaði Hitler

Söguleg úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Japan voru helsta efni Heimsgluggans þessu sinni. Bogi Ágústsson fór yfir niðurstöðurnar með Kristínu Ingvarsdóttur, lektor í japönskum fræðum við HÍ.

Græningjar féllu frá áður boðuðu framboði til Alþingis en stefna á framboð næst. Kikka Sigurðardóttir rithöfundur sem fer fyrir Græningjum segir stjórnmálaflokkana ekki sinna umhverfismálunum sem skildi og boðar aðhald á nýju kjörtímabili.

90 ár eru í dag síðan Þórbergur Þórðarson var dæmdur í Hæstarétti Íslands fyrir kalla Adolf Hitler Þýskalandskanslara sadista í grein í Alþýðublaðinu. Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur og vísindamaður við Rannsóknasetur á Höfn í Hornafirði, rifjaði málið upp.

Songbird - Kenny G.,

En frábær hugmynd - úr Ávaxtakörfunni,

Afmælisdiktur - Þórunn Lárusdóttir.

Frumflutt

31. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,