Morgunvaktin

Efnahagsmál, Evrópa og samgöngur

Farið var yfir ástand og horfur í efnahagsmálum, Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur kom til okkar- við veltum fyrir okkur áhrifum verðbólgunnar og háu vaxtanna á samfélagið; það er samdráttur í ferðaþjónustunni og hagvöxtur minnkar.

Björn Malmquist fjallaði um stjórnmál í Evrópu. Hann kom til okkar eftir Morgunfréttirnar og við fórum yfir stöðuna í nokkrum Evrópuríkjum, til dæmis Frakklandi, Belgíu og Hollandi, og í Evrópusambandinu eftir kosningarnar til Evrópuþingsins í vor.

Svo var rætt um samgöngur, þær eru víða ágætar en annars staðar ekki. Það vantar nýja vegi, betri vegi og jarðgöng. Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður á Húsavík og fyrrverandi varaþingmaður, hefur brennandi áhuga á samgöngubótum - við spjölluðum við hann um það sem hann telur brýnast.

Tónlist:

Mark Knopfler - Ahead Of The Game.

Dire Straits - Romeo and Juliet.

Mark Knopfler - Beryl.

Mark Knopfler - Got to have something.

Frumflutt

12. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,