• 00:34:33Heimsglugginn - Bogi Ágústsson
  • 00:59:17Fæðuklasinn - Ingibjörg Davíðsdóttir
  • 01:18:48Úkraína - Valur Gunnarsson

Morgunvaktin

Stjórnmál, íslenski fæðuklasinn og Úkraína

Stjórnmál voru til umfjöllunar í Heimsglugganum í dag og þá ekki síst barátta lýðræðisafla og popúlista um völd. Bogi Ágústsson ræddi stöðu mála í Argentíu, Venesúela, Bandaríkjunum, Póllandi og Slóvakíu svo einhver ríki séu nefnd. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hafa bæði verið við völd í um ár og það var til umræðu líka, sem og Nató-aðild Svía.

Valur Gunnarsson rithöfundur var líka gestur okkar. Hann hefur nokkrum sinnum komið til okkar og talað um innrás Rússa í Úkraínu og raunar eitt og annað er varðar fyrrum Sovétlýðveldi. Hann er vel heima í sögu og stöðu í austrinu og hefur skrifað bækur um þau mál. Og hefur hann sent frá sér bókina Stríðsbjarmar, Úkraína og nágrenni á átakatímum.

Við forvitnuðumst líka um Íslenska fæðuklasann. Hann er hugarfóstur Ingibjargar Davíðsdóttur sem fékk frí frá störfum sínum í utanríkisþjónustunni til koma honum á fót. Ingibjörg mun tala á fundi ungra bænda í dag; baráttufundi fyrir lífi bænda og sveitanna, eins og hann er kynntur. Kannski aukið samstarf allra sem matvælaframleiðslu og -sölu koma geti hjálpað bændum?

Tónlist:

Dorsey, Jimmy and his Orchestra, Armstrong, Louis - Hurdy-gurdy man.

King, Carole - Gotta get through another day.

Mugison - Kossaflóð.

Frumflutt

26. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,