ok

Morgunvaktin

Öldrunarmál og menning

Margrét Guðnadóttir, forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum, var fyrsti gestur þáttarins. Miðstöðinni er ætlað að efla nýsköpun og þróun í þjónustu við eldra fólk, meðal annars með því að styrkja samstarf fræðimanna og safna saman heildstæðum upplýsingum um stöðu eldra fólks.

Markús Þór Andrésson sýningarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur sagði frá sýningunni Heimsljós - líf og dauði listamanns eftir Ragnar Kjartansson, en sýningin verður opnuð í kvöld.

Magnús Lyngdal Magnússon spilaði brot úr verkum með ítalska söngvaranum Franco Corelli, sem var bæði dáður og umdeildur, og átti mjög erfitt með að koma fram.

Tónlist:

Dionne Warwick - What the world needs now is love.

Nils Landgren ofl. - Anytime anywhere.

Silva and Steini - Room with a view.

Frumflutt

7. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,