Í Heimsglugga dagsins ræddi Bogi Ágústsson fyrst um Alex Salmond, skoska stjórnmálamanninn sem lést á laugardag. Alex var um árabil leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra Skotlands. Þá sagði hann frá rekstrarvandræðum fyrirtækisins Northvolt í Svíþjóð. Það var stofnað fyrir fáeinum árum utan um framleiðslu á rafhlöðum í bíla. Fyrirtækið hefur tapað háum fjárhæðum og stjórnendur og eigendur róa lífróður. 1.600 af 5.000 starfsmönnum verður sagt upp.
Trillukallar þinga á Grandhóteli í dag og á morgun. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði frá því sem helst brennur á stéttinni.
Greta Salóme fiðluleikari býr sig þessa daga undir að flytja 1. fiðlukonsert Shostakovich með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi 24. nóvember. En fyrst ætlar hún að eignast barn! Fæðingin er áformuð á þriðjudaginn og æfingar og undirbúningur taka mið af því.
Tónlist:
Hvers vegna? - Erla Þorsteinsdóttir,
Augun þín blá - Óðinn Valdimarsson,
Manhattan - Joshua Redman,
Á æðruleysinu - KK,
Moondance - Van Morrison.
Frumflutt
17. okt. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.