Morgunvaktin

Einmanaleiki fylgir aukinni einstaklingshyggju

Þeim fjölgar sem eru einmana eða finna til einmanaleika. Einmanaleiki er tilfinning; vanlíðan, sem í grófum dráttum segja stafi af ónógum félagslegum tengslum. Rætt var um einmanaleika á Torginu í Sjónvarpinu á þriðjudaginn og við héldum þeirri umræðu áfram; Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur hefur kynnt sér allar hliðar einmanaleika og skrifað um hann bók.

Á níunda tímanum var tónlist í fyrirrúmi.

Paul McCartney er á hljómleikaferðalagi um heiminn. Í haust lék hann í Suður- og Mið-Ameríku og er hann í Evrópu. baki eru tónleikar í París og Madríd; hann spilar í Manchester um helgina og í London í næstu viku. Sigurður Þór Salvarsson tónlistarunnandi Paul og heyrði í Madríd á þriðjudaginn, hann sagði okkur frá þeirri upplifun.

Magnús Lyngdal kom svo til okkar í síðasta hluta þáttarins og á dagskrá í dag voru samanburðarfræðin í klassíkinni. Við heyrðum dæmi um ólíkan söng, djúpan og háan, í einni og sömu aríunni eftir Rossini.

Tónlist:

Bítlarnir - Michelle.

Víkingur Heiðar Ólafsson, Kristinn Sigmundsson - Hvert örstutt spor.

Bítlarnir - Blackbird.

Paul McCartney - Maybe i'm amazed.

Frumflutt

13. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,