ok

Morgunvaktin

Nýr formaður VR, þýsk stjórnmál og Grænland

Nýr formaður VR, Halla Gunnarsdóttir, hlaut góða kosningu í embættið, sem hún hefur gegnt síðan forverinn var kjörinn á þing. Við spjölluðum við Höllu um sýn hennar á samfélagið og verkefnin fram undan.

Kanslaraefni Þýskalands, Friedrich Merz, mun í dag freista þess að fá samþykkta 900 milljarða evra lántöku þýska ríkisins. Rúmur helmingur á að fara í varnarmál en annað til innviðauppbyggingar. Það eru þó fjölmargar hindranir í veginum, eins og Arthur Björgvin Bollason sagði okkur frá.

Svo fjölluðum við svolítið um Grænland. Við beindum kastljósinu að landi og þjóð í síðustu viku, þegar kosið var til grænlenska þingsins. Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur hefur rannsakað ýmislegt sem varðar Grænland og Grænlendinga og þá ekki síst viðhorf Íslendinga til grannanna í vestri. Hann var síðasti gestur þáttarins.

Tónlist:

Barry Crocker - Neighbours.

Olivia Newton-John - I never knew love.

Sálin hans Jóns míns - Aldrei liðið betur.

Nina Hagen - Du hast den Farbfilm vergessen.

Frumflutt

18. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,