Við fjölluðum um hagi fólks; þeir eru æði misjafnir; og þeir eru æði misjafnir eftir því hvar fólk býr. Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur hefur rannsakað tekjur og eignir fólks eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu - hann sagði okkur frá niðurstöðum sínum.
Í dag eru 150 ár síðan fyrsta stjórnarskrá Íslendinga var undirrituð: ?Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands.? Hún gekk svo í gildi tæpum sjö mánuðum síðar; 1. ágúst 1874. Við glugguðum í stjórnarskrána.
Kristján Sigurjónsson, ritstjóri FF7, var með okkur og fór bæði yfir ferðaárið 2023 og leit fram á veginn fyrir nýhafið ár.
Í síðasta hluta þáttarins komu til okkar Tinna Hrafnsdóttir og Salka Guðmundsdóttir, þær eru leikstjóri og þýðandi nýrrar þáttaraðar á Rás 1 sem heitir Víkingar.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Everett, Betty, Butler, Jerry - Let it be me.
Jón Páll Bjarnason, Útlendingahersveitin, Þórarinn Ólafsson, Árni Scheving, Árni Egilsson, Pétur Östlund - Þjóðlegur blús.
Árný Margrét - Waiting.
Mahal, Taj - Take a giant step.
Searchers, The - Needles and pins.