Morgunvaktin

Þátttaka þingmanna í alþjóðastarfi, Blikk, og Ölfusárbrú

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Hann ræddi við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing, sem rannsakar þátttöku þingmanna í alþjóðastarfi í doktorsverkefni sínu. Hann ræddi líka stuttlega um vandræði norsku konungsfjölskyldunnar, eftir stjúpsonur krónprinsins var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um alvarleg ofbeldisbrot.

Við forvitnuðumst um nýja greiðslulausn - Blikk - sem gerir fólki kleift millifæra greiðslur beint til seljenda án þess nota kort og borga þannig færslugjöld. Bjarni Gaukur Sigurðsson framkvæmdastjóri og Jónína Gunnarsdóttir rekstrarstjóri Blikk komu til okkar og sögðu frá þessari nýju lausn, sem á sér fyrirmyndir meðal annars á hinum Norðurlöndunum.

Í síðasta hluta þáttarins var rætt við Lýð Pálsson sagnfræðing um sögu Ölfusárbrúa. Langt er síðan áin var fyrst brúuð, og í gær var tekin fyrsta skóflustungan nýrri brú sem taka á í gagnið árið 2028.

Tónlist:

GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson - Morgunsól.

Roberta Flack - The first time I ever saw your face.

Frumflutt

21. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,