Morgunvaktin

Ný ríkisstjórn, dönsk málefni og tunglið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra og starfandi formaður VG, var fyrsti gestur dagsins. ríkisstjórn var kynnt í gær; fjórum sólarhringum eftir Katrín Jakobsdóttir upplýsti um ákvörðun sína um forsetaframboð. Við spjölluðum við Guðmund um samningaviðræðurnar, áform stjórnarinnar og flokkinn hans.

Eftir Morgunfréttirnar fór Borgþór Arngrímsson með okkur til Danmerkur og sagði okkur frá því sem er efst á baugi þar í landi. Við töluðum meðal annars um vandræðagang í danska hernum og kíkjum í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Þar er víst ekki lengur hægt kaupa sér í pípu.

Og svo er það tunglið. Það er ýmist fullt, nýtt, vaxandi eða minnkandi. Þótt við sjáum það ekki þá er það þarna - ýmist bak við skýin eða utan sjóndeildar. Um það hefur verið ort og sungið og það stýrir sjávarföllum hjá okkur hér á Jörðinni. Sigríður Kristjánsdóttir, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, kom til okkar í spjall um tunglið.

Tónlist:

Ylja - Sem betur fer.

Day, Doris - What ever will be will be (que sera, sera).

Forår i Danmark - Bamses venner.

Pink Floyd - Any colour you like.

Frumflutt

10. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,