Saga Sýrlands, ferðavenjur Reykvíkinga og leiðtogaeiginleikar Valkyrjanna
Í Heimsglugganum fjallaði Bogi Ágústsson um sögu Sýrlands. Hún nær langt aftur í tímann og er vörðuð átökum og óeiningu.
Ný athugun á samgönguvenjum höfuðborgarbúa liggur fyrir. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkur, fór yfir helstu niðurstöður.
Sigurður Ragnarsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri og deildarforseti, hefur mátað Valkyrjurnar, formenn flokkanna sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, við leiðtogafræðin. Meginniðurstaðan er að Kristrún Frostadóttir er umbreytingarleiðtogi, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er liðsleiðtogi og Inga Sæland þjónandi leiðtogi.
Tónlist:
Through the morning, through the night - Alison Krauss og Robert Plant,
Fröken Reykjavík - Ellen Kristjánsdóttir,
Allt sem ég þrái - Stjórnin.
Frumflutt
12. des. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.